Aðgerðir í Veru

 

Í Sögu er eining sem heitir Yfirlit stofnunar og einn af hnöppunum í Yfirliti stofnunar er „Vera“. Í Veru eru þrír flipar: Samskiptaborð, Mínar fyrirspurnir og Eldri fyrirspurnir. Á samskiptaborðinu er yfirlit yfir fyrirspurnir og lyfjaendurnýjanir sem hafa borist heilsugæslu. Heilbrigðisstarfsmaður sem hefur aðgang að samskiptaborði Veru getur svarað fyrirspurn sem er stíluð á annan en hann sjálfan og hann getur einnig endurnýjað lyf (bara læknar) sem eru stíluð á annan starfsmann. Þá getur heilbrigðisstarfsmaður alltaf bætt við eða fjarlægt nýjan starfsmann á fyrirspurn eða lyfjaendurnýjun.

 

Fjöldi tákna sýnir hversu margir starfsmenn eru merktir hverri fyrirspurn. Þegar músarbendli er haldið yfir línu koma fram upplýsingar með nöfnum og starfsheitum þeirra starfsmanna sem merktir eru fyrirspurninni. Athugið að ef virkur starfsmaður hefur verið skráður á beiðni um lyfjaendurnýjun eða Veru fyrirspurn þá mun hann sjást áfram í listanum, táknaður sem svartur karl á línunni, þó hann verði síðar merktur sem óvirkur starfsmaður. Þar með getur notandi bæði séð hverjir eru og voru þátttakendur í samskiptum.

 

Alls staðar er hægt að leita í fyrirspurnum og í flipunum „Samskiptaborð" og „Mínar fyrirspurnir" er hægt að bæta við/fjarlægja annan starfsmann í fyrirspurn.

Sú virkni sem samskiptaborð Veru notar til að taka á móti almennum fyrirspurnum frá HeilsuVeru (heilsuvera.is), er með þeim takmörkunum að ekki eru leyfð viðhengi. Þessi virkni er stillanleg fyrir heilsugæslur sem vilja leyfa almennar fyrirspurnir frá HeilsuVeru. Allar almennar fyrirspurnir frá HeilsuVeru notendum fara beint á samskiptaborðið, einnig fyrirspurnir frá einstaklingum sem eru með skráðan heimilislækni. Fyrirspurnirnar birtast á samskiptaborðinu án þess að búið sé að merkja þær ákveðnum lækni og sér því heilbrigðisgagnafræðingur (eða annar starfsmaður samskiptaborðs) um að setja fyrirspurnirnar á lækni eða jafnvel svara fyrirspurnum.

 

Athugið að stilligildi 1198 stýrir því hvort að lyfjaendurnýjunarbeiðnir og/eða fyrirspurnir frá HeilsuVeru-notendum birtist sjálfkrafa á samskiptaborði læknis undir „Mínar fyrirspurnir“ eða í Forsíðu starfsmanns undir „Lyfjaendurnýjun“ og „Fyrirspurnir“. Ef það er virkt þá fara beiðnir um lyfjaendurnýjun eða fyrirspurnir sjálfkrafa í lyfjaendurnýjunarflipann og fyrirspurnarflipann í Forsíðu starfsmanns og í „Mínar fyrirspurnir“ undir Veru í Yfirliti stofnunar hjá heimilislækni einstaklings. Ef það er óvirkt þá birtast beiðnir um lyfjaendurnýjanir eða fyrirspurnir frá Veru einungis í samskiptaborði í Veru þar sem heilbrigðisgagnafræðingur getur sent þær á heimilislækni með nýjum hnappi sem heitir „Senda á heimilislækni“. Hér sést beiðni um lyfjaendurnýjun sem er ekki búið að senda á heimilislækni. Athugið heilbrigðisgagnafræðingar geta einnig sent beiðnir um lyfjaendurnýjanir á afskráðu lyfi á heimilislækni eða annan lækni. Það er svo læknirinn sem velur að „Breyta“ lyfi.

Þegar notandi hefur smellt á hnappinn „Senda á heimilislækni“ þá verður hann grár/óvirkur. Í dæminu hér fyrir neðan er heilbrigðisgagnafræðingur búinn að smella á „Senda á heimilislækni“.

 

Ný virkni í útgáfu 2021.2- sem er ekki tilbúin heilsuveru megin. Ef stilligildi 2092 er virkjað á deild birtist hnappurinn „Vísa frá“ og getur þá heilbrigðisstarfsmaður vísað frá lyfjaendurnýjunarbeiðni frá heilsuveru í stað þess að hafna henni. Ef stilligildið er óvirkt þá er hnappurinn falinn í viðmótinu. Þar sem virknin er ekki tilbúin heilsuveru-megin verður stilligildi 2092 að vera óvirkt um sinn. En virknin er þannig að einstaklingar sem eru t.d. í meðferð á LSH geta valið að óska eftir lyfjaendurnýjun á bæði sinni heilsugæslu og LSH. LSH vill geta vísað frá beiðnum um lyfjaendurnýjun sem heimilislæknir á að sinna án þess að lyfjaávísun lokist alveg eins og gerist þegar valið er að Hafna. Þegar beiðni er vísað frá þá getur heilsuveru-notandi óskað aftur eftir beiðni um lyfjaendurnýjun og þá valið að senda á heilsugæsluna sína. Þessi virkni mun einnig vera á heilsugæslum þ.e. læknar og heilbrigðisgagnafræðingar sem sinna beiðnum um lyfjaendurnýjanir geta vísað beiðni frá án þess að lyfseðill lokist í heilsuveru.

 

Eftirfarandi gluggi kemur upp þegar heilbrigðisstarfsmaður smellir á „Vísa frá“ og getur starfsmaður notað flýtilykla fyrir undirskrift og flýtitexta.

 

Hér má sjá myndband sem sýnir lyfjaendurnýjun í Veru.

 

Hér eru upplýsingar um:

 

Yfirlitssíða um Veru

Kerfisstillingar - vefbókanir lækna

 

Fara á forsíðu handbókar um Sögu

 

Fara efst á síðu