Hægt er að leita að fyrirspurn eða lyfjaendurnýjun í samskiptaborði. Þegar skrifað er í leitargluggann byrjar leitin strax að þrengjast. Einnig er hægt að sía ósend skilaboð með því að haka í „Sía ósend skilaboð“.
Ef valin er lína með fyrirspurn er hægt að hægrismella og velja „Opna eyðublað". Við það opnast fyrirspurnin í Eyðublaðaeiningunni.
Þegar notandi hægrismellir í línu birtist einnig valmöguleikinn „Merkja svarað" og „Loka samskiptaþræði“.
Merkja svarað. Starfsmaður getur merkt þráð sem svarað og við það hverfur fyrirspurnin af Veru samskiptaborðinu. Þannig að ef einstaklingur sendir þakkir á samskiptaborðið þá er hægt að merkja þann þráð svarað og við það hverfur þráðurinn af samskiptaborðinu og fer yfir í eldri fyrirspurnir. Þessi virkni er bæði í flipanum „Samskiptaborð" og „Mínar fyrirspurnir".
Loka samskiptaþræði. Sjá lýsingu hér. Þessi virkni er bæði í flipanum „Samskiptaborð" og „Mínar fyrirspurnir".
Ef fyrirspurn er valin þá sést hvenær síðasta koma einstaklings til læknis var (síðustu fimm komur), á hvaða afgreiðsludeild og hvaða form tímabókunar var skráð á. Starfsmaður getur smellt í dálkinn sem er fyrir neðan og valið „Bæta við starfsmanni". Athugið að fljótlegasta leiðin til þess að bæta við starfsmanni á fyrirspurn/beiðni um lyfjaendurnýjun er að skrifa fyrsta nafn starfsmanns og ýta svo strax á Enter. Við það birtir Saga valmöguleika sem eiga við það sem slegið var inn. Þegar starfsmanni hefur verið bætt við fyrirspurn þá bætist hún við á „Mínar fyrirspurnir" hjá þeim starfsmanni. Hægt er að fjarlægja starfsmann af fyrirspurn/lyfjaendurnýjun og er það gert með því að smella á rauða hnappinn sem birtist þegar músarbendill er færður yfir nafn starfsmanns:. Heilbrigðisstarfsmaður getur einnig skrifað lýsingu og sent áfram á aðra starfsmenn. Þessi lýsing verður ekki hluti af sjúkraskrá einstaklings heldur er hún hugsuð sem samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna. Þeir starfsmenn sem skráðir eru á lyfjaendurnýjunarbeiðni/fyrirspurn fá þau skilaboð sem skráð hafa verið í „Lýsing starfsmanns“.
Þegar lýsing starfsmanns hefur verið skráð birtist hún feitletruð til þess að auðveldara sé að aðgreina hana frá aðsendum skilaboðum notenda.
Neðst er textareitur sem starfsmaður getur smellt í til að skrifa skilaboð til einstaklings. Skilaboð sem starfsmaður skrifar þarna birtast í HeilsuVeru, á einkasvæði einstaklings. Þær fyrirspurnir/lyfjaendurnýjanir sem starfsmaður sér á samskiptaborðinu eru skráðar á þær deildir sem hann hefur aðgang að í Sögu. Hægt er að nota Ctrl+Shift+T til að nota flýtitexta í þessu svæði. Sjá nánari útskýringu á því í umfjöllun um„Fyrirspurnir“ í Forsíðu starfsmanns eða með því að smella hér.
Heilbrigðisstarfsmaður getur valið hérna að „Loka samskiptaþræði“ eftir að hann hefur skrifað svar til HeilsuVeru-notanda. Þegar hakað er í þennan reit getur HeilsuVeru-notandi ekki svarað fyrirspurn aftur. Lokaðir samskiptaþræðir birtast í „Eldri fyrirspurnir“ en þar er hægt að enduropna þráð og senda fleiri skilaboð. Samskiptaþráður er þó ekki opnaður aftur í HeilsuVeru fyrr en Sögu-notandi sendir önnur skilaboð.
Ef valin er lína með Lyfjaendurnýjun er hægt að hægrismella og velja „Opna eyðublað"
. Við það opnast lyfjaendurnýjunin í Eyðublaðaeiningunni. Ef lyfjaendurnýjun er valin sést hvenær einstaklingur kom síðast á stofnun, á hvaða afgreiðsludeild og hvaða formi tímabókunar. Starfsmaður getur smellt í dálkinn sem er fyrir neðan og valið „Smelltu til að bæta við starfsmanni". Þegar starfsmanni hefur verið bætt við lyfjaendurnýjun þá bætist hún við á „Mínar fyrirspurnir" hjá þeim starfsmanni.
Læknar geta valið að „Endurnýja" og „Hafna" ósk um lyfjaendurnýjun sem kemur frá einstaklingi í gegnum HeilsuVeru. Aðrar fagstéttir, sem hafa aðgang að Veru, geta hafnað ósk um lyfjaendurnýjun. Ef lyfseðill er fjölnota kemur fram fjöldi afgreiðslna og á hversu margra daga fresti skal afgreiða hann. Ef læknir hefur vandaliðað greiningar við lyfið þá birtast þær greiningar í ýtarupplýsingum um lyfið. Sjá mynd hér fyrir ofan.
Ef lokadagsetning á töku lyfs, sem verið er að endurnýja, er þekkt þá birtast upplýsingar um það með upplýsingum um hvenær lyfinu var síðast ávísað á stofnun og hvenær töku lýkur. Þegar mús er rennt yfir línuna „Síðast ávísað á stofnun" birtast sömu upplýsingar með fleiri dagsetningum aftur í tímann, ef lyfinu hefur verið ávísað oftar en einu sinni á sömu stofnun og einnig birtast upplýsingar um samheitalyf (sami ATC kóði) sem hefur verið ávísað á stofnun.
Upplýsingar um virkar og eldri lyfjaávísanir eru birtar í samskiptaborði Veru fyrir beiðnir um endurnýjun lyfjaávisana. Gerð er fyrirspurn í Lyfjagrunn fyrir virkar og eldri lyfjaávísanir með sama ATC kóða. Séu slíkar ávísanir til er birt stöðulína í samskiptaborðinu. Nánari upplýsingar um virkar og eldri lyfjaávísanir eru aðgengilegar með því að setja mús yfir stöðutextann.
Þegar læknir smellir á „Endurnýja" þá birtist gluggi þar sem læknir getur valið að senda lyfseðil rafrænt í lyfseðlagátt „Á kennitölu“ eða „Á apótek“ og þarf hann þá að velja tiltekið apótek. Læknir sér í fljótu bragði hvort að lyfið sé eftirritunarskylt, hvort það sé undanþágulyf eða hvort lyfið sé í skömmtun og er það sýnt með táknmyndum.
Eftirritunarskylt lyf er táknað með: 
Lyf í skömmtun er táknað með: 
Undanþágulyf er táknað með: 
Öryggisflaggað lyf er táknað með: 
Lyf sem hjúkrunarfræðingar/ljósmæður með tilskilin leyfi geta endurnýjað: 
Athugið að frá og með útgáfu 2018.2 af Sögu er nú hægt að endurnýja beiðnir um lyfjaendurnýjun fyrir undanþágulyf frá Veru notendum.
Athugið: Ekki er hægt að senda lyfseðil rafrænt ef ábendingu vantar.
Athugið að hægt er að gefa út fjölnota lyfseðla með eftirritunarskyldum lyfjum. Það mega hins vegar ekki vera fleiri en 30 dagar á milli afgreiðslna á þeim seðlum.
Ef einstaklingur er með ofnæmi fyrir lyfinu þá kemur það skýrt fram og þarf læknir að smella á „Samþykkja“ vilji hann endurnýja lyfið þrátt fyrir aðvörun.
Efst í lyfjaendurnýjunar-glugganum er blýantstákn hægra megin við heiti lyfs. Þegar smellt er á blýantstáknið birtist flýtilisti þar sem á auðveldan hátt er hægt að skipta um sérlyf með sama ATC, form og styrk. Upplýsingar um form og styrk byggja á upplýsingum úr lyfjaverðskrá sem Lyfjastofnun dreifir en skráning framleiðenda á formum, t.d. töflum og hylkjum getur verið mismunandi þar í einhverjum tilvikum.
Læknir getur loks valið að „Breyta" og skrifa skilaboð til einstaklings. Varðandi flýtitextavirknina í skilaboðum til einstaklings þá má lesa nánar um hana hér.
Velji læknir að „Breyta “ með því að smella á blýantstáknið fyrir miðjum glugga hægra megin þá birtist eftirfarandi gluggi.
Þegar smellt er á blýantstáknið „Breyta“ sem er hægra megin við nafn lyfsins
þá opnast nýr gluggi sjálfkrafa á samheitalyfjum. Í þessum glugga getur læknir sótt nýtt lyf í gegnum „Lyfjaleit“ eða „Lyfjakort“ sjúklings. Þeir dálkar sem birtast í lyfjaleit er raðar á eftirfarandi hátt: Heiti, Form, Styrkur, Magn, Eining, Fjöldi pakka, Pakkning, Heildarmagn, Athugasemd, ATC, Gr. og Verð. Innihaldinu er svo raðað eftir: ATC, Form, Styrkur, Magn, Heildarmagn, Heiti lyfs í vaxandi röð. Dálkurinn Magn sýnir magn per einingu.
Þá er hægt að breyta öllu öðru varðandi lyfið, fjölda pakkninga, hvort lyfið sé í skömmtun eða ekki, fjölda afgreiðslna, notkunarleiðbeiningum, notað við, gildistíma lyfs, senda athugasemd til apóteks, skilgreina hvort senda á lyfseðil á kennitölu eða í apótek og loks vandaliða eða setja nýja greiningu á samskiptaseðil. Loks er smellt á „Staðfesta" og er notandi þá aftur kominn í upprunalega gluggann þar sem hann getur smellt á „Senda“ eða „Hætta við“.
Athugið: Þegar send er beiðni um lyfjaendurnýjun í gegnum HeilsuVeru fyrir afgreiðslu sem hefur ekki notkunarleiðbeiningar er bætt við í skeytið „Vantar“ í stað notkunarleiðbeininga. Þegar læknir velur svo að endurnýja slíka beiðni birtist honum nú texti um að leiðbeiningar vanti og hann þarf að skrá þær.
Ef áætlaður endingartími lyfs er meiri en ár birtist aðvörun um það í lyfjaendurnýjunarglugganum í rauðu letri.
Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun sem er í skömmtun birtist honum viðvörun ef áætlaður endingartími er minni en ár.
Ef læknir velur að „Hafna" lyfjaendurnýjun birtast sjálfkrafa skilaboð í textaglugga: „Beiðni um lyfjaendurnýjun var hafnað dags:...". Læknir getur látið þennan texta standa og valið að „Senda" eða smella á „Hreinsa" eða skrifa sjálfur texta í textareitinn. Notandi getur einnig nýtt sér flýtitextavirkni og valið um mismunandi flýtitexta og sett undirskrift. Þá getur læknir valið að „Hætta við".
Lyf sem birtast sem „Afskráð" eru lyf sem ekki er hægt að endurnýja þar sem þau hafa verið merkt óvirk í lyfjaverðskrá. Þegar merkingin „Afskráð" birtist við lyf þá er hægt að smella á „Endurnýja“ og velja nýtt lyf eða „Hafna“ til þess að fjarlægja lyfið úr listanum.
Þegar notandi velur að „Endurnýja“ afskráð lyf þá getur hann í næsta glugga smellt á blýantstáknið og þar með breytt um lyf eins og lýst er í leiðbeiningum hér fyrir ofan.
Athugið: Ef stilligildi #1215 er gert virkt þá er athugað við endurnýjun á lyfjum og þegar nýr lyfseðill er gerður hvort til sé gilt lyfjaskírteini, ef lyfið er í ATC flokki sem er skilgreindur í stilligildinu. ATC kóðarnir, sem um ræðir, eru sjálfkrafa í stilligildinu við uppfærslu í útgáfu 2018.2 af Sögu en stilligildið er ekki virkt.
Ef ekki er til lyfjaskírteini er læknirinn varaður við því að lyfið verði ekki afgreitt í apóteki. Þetta er í samræmi við nýja lyfjareglugerð sem tók gildi 1.júlí 2018. Við lyfjaendurnýjun birtist eftirfarandi gluggi. Skilaboðin geta ýmist sagt að „Einstaklingur á útrunnið lyfjaskírteini“ eða „Einstaklingur á ekki gilt lyfjaskírteini“.
Starfsmaður þarf ekki að fara yfir í eyðublaðaeininguna þegar lyf eru endurnýjuð í gegnum samskiptaborð Veru. Samskipti verða til sjálfkrafa í eyðublaðaeiningunni, með samskiptaseðli og lyfseðli sem sendist rafrænt í gáttina og staðfestist svo. Allar fyrirspurnir og lyfjaendurnýjunarbeiðnir sem berast frá Veru á sama degi frá sama sjúklingi lenda í sömu samskiptum fyrir lyfjaendurnýjun og almennar fyrirspurnir undir sömu samskiptum fyrir almennar fyrirspurnir.
Í dæminu hér fyrir neðan sjást samskipti í eyðublaðaeiningunni sem urðu sjálfkrafa til þegar einstaklingur sendi inn beiðni frá HeilsuVeru um endurnýjun á tveimur mismunandi lyfjum (einn samskiptaseðill fyrir hvert lyf sem óskað er eftir lyfjaendurnýjun á). Samskiptin kallast „VERA Rafræn Samskipti" - dagsett 08.07.2015. Þegar læknir hefur endurnýjað lyfin tvö í samskiptaborði Veru þá uppfærast samskiptaseðlarnir sjálfkrafa og einn lyfseðill fyrir hvert lyf bætist við sömu samskipti.
Endurnýjun á ávana- og fíknilyfjum sem eru ekki eftirritunarskyld:
Breytingar í lyfjaendurnýjun á ávana- og fíknilyfjum má finna í nýrri lyfjareglugerð sem tekur gildi 1. október 2020.
Ef ávana- og fíknilyfi er ávísað með lyfjaávísun með fleiri en einni pakkningu þarf að fylla út í „Dagar á milli“ reitinn til að hægt sé að senda ávísunina. Þessi reitur gegnir sama hlutverki og sambærilegur reitur á fjölnota lyfseðlum. Ef ávana- og fíknilyfi er ávísað með lyfjaávísun með „Eftir þörfum“ leiðbeiningum og engum tölulegum skömmtunarupplýsingum þarf að fylla út í „Hámark á dag“ reitinn til að hægt sé að senda ávísunina. Í lyfjaendurnýjun breytir reiturinn „Hámark á dag“ ekki texta fyrir notkunarfyrirmælin nema hann hafi verið tómur frá upphafi. Upplýsingar um hámarks afgreiðslu birtast einnig í lyfjaendurnýjunarglugganum. Einnig má fylla út í þessa reiti fyrir venjuleg lyf til að auðvelda afgreiðslu lyfja en er ekki skylda. Skylda er að fylla út í reitinn „Lyf er notað við“.
Án „Dagar á milli“ ef í skömmtun
Hægt er að ávísa ávana- og fíknilyfjum án þess að setja inn daga á milli þótt ávísað sé meira en einum pakka. Þetta er hægt að því gefnu að lyfið sé sett í skömmtun. Það kemur áfram viðvörun þar sem beðið er um að skrá daga á milli sé reynt að ávísa fleiri en einum pakka af ávana- og fíknilyfi og það ekki í skömmtun.
Ný lyfjareglugerð - 1. októbert 2020
Nýr lyfjareglugerð sem tekur gildi 1. október 2020 leggur meiri áherslu á að ábending (Notað við) sé skráð með lyfi í samræmi við reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Svæði fyrir ábendingu birtir rauðan viðvörunartexta „Notað við vantar“ ef hana vantar og er ekki er hægt að endurnýja nema ábending (Notað við) sé skráð.
Í glugga til að breyta lyfi er búið að færa „Notað við“ út fyrir svæði með notkunarfyrirmælum til að gera hana meira áberandi. Skylda er að skrifa eitthvað í reitinn til að staðfesta. Auk þess er nú hægt að skrá notkunarfyrirmæli með hámarksnotkun á dag. Þá er hægt að skrá daga milli afgreiðslna þótt sent sé á nýju lyfjaávísanagáttina. Endingartími er reiknaður og birt eru notkunarfyrirmæli á öðru formi en frjáls texti sé hægt að reikna út frá þeim.