Útfylling lyfseðla

 

Lyfseðill í Sögu er ekki löglegur fyrir ávísun undanþágulyfja. Lyf án markaðsleyfis sem eru á undanþágulista skal ávísa á sérstakan undanþágulyfseðil í fjórriti. Rafrænir undanþágulyfseðlar eru í prófunarfasa og stefnt er að því að þeir verði kynntir síðar á hverri stofnun. Nánari upplýsingar um undanþágulyfseðla er að finna hér í handbókinni.

 

 

Þegar hakað er í Já í reitnum Skammta í öskjur verður seðillinn að skömmtunarlyfseðli. Athugið að þá þarf að velja apótek sem veitir slíka þjónustu.

 

Ekki er hægt að breyta eftirritunarhakinu fyrir lyf á lyfseðlum. Upplýsingar í lyfjaverðskránni ráða því hvort hakað er við að lyf sé eftirritunarskylt.

 

Viðvaranir vegna skráðs ofnæmis einstaklings ef milliverkunarkerfið DAX er ekki uppsett koma upp við hugsanlegum ofnæmisviðbrögðum ef einstaklingur er með skráð ofnæmi sem er með sama ATC5.

 

Lyfjastofnun hefur öryggisflaggað ákveðin lyf og birtist viðvörunargluggi í Sögu á þeim lyfjum. Í glugganum sem opnast er hægt að opna sérlyfjaskrá til að fá nánari upplýsingar eða velja að „Loka glugga".


 

Rafrænir lyfseðlar

Lyfseðla er hægt að senda rafrænt í flestöll apótek landsins.

  1. Lyfseðill er fylltur út.
  2. Í kaflanum Almennar upplýsingar er sendingarform valið Rafrænt í apótek eða Rafrænt á kennitölu.

  3. Apótek valið ef valið er að senda Rafrænt í apótek.
  4. Smellt á Senda.

Gildistími rafrænna lyfseðla er sá sami og venjulegra lyfseðla þ.e. 1 ár.

Ekki er hægt að senda rafrænt fjölnota lyfseðla sem innihalda eftirritunarskyld lyf, nema um skammtaseðil sé að ræða.

Hægt er að stilla inn sjálfgefið sendingarform og rafrænt sjálfgefið apótek.

 

Skoða næst:

Rafræn eyðublöð

Eyðublöð

 

Fara á forsíðu handbókar um Sögu

 

Fara efst á þessa síðu